Alicante

 

Alicante er vinaleg borg á suðausturströnd Spánar sem er þekkt fyrir sínar frábæru sólarstrendur. Miðjarðarhafið leikur við borgina dag hvern í hinu fallega Costa Blanca héraði.
Þó svo að Alicante sé þekkt fyrir sólastrendur hefur hún upp á margt fleira að bjóða. Matarmenningin á Alicante er í senn vönduð og spennandi og þá er vínmenningin ekki síðri. Afþreyingarmöguleikar eru einnig fjölmargir og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari sólríku og skemmtilegu borg.

 

Einkenni AlicanteNámskeið á strönd 1
Borgin státar af ólíkum einkennum sem hvert og eitt gefur henni mikið gildi. Fyrst ber að nefna Gamla bæinn en þar sést hvað best hin glæsilega byggingalist sem er einkennandi fyrir þessa gömlu fallegu borg. Í Gamla bænum er kjörið að setjast niður og gæða sér á mat og drykk í afslöppuðu umhverfi, eða einfaldlega tylla sér á bekk og viðra fyrir sér mannlífið á sólríkri stund.
    Kastalinn Santa Barbara er líklega þekktasta bygging Alicante. Hann var byggður á 9. öld og rís tignarlega í hlíðum Mount Benacantil. Santa Barbara kastalinn var opnaður almenningi árið 1965 og er bæði hægt að ganga upp að honum og taka lyftu en til gamans má geta að kastalinn er í u.þ.b. 170m hæð og þaðan er einkar glæsilegt útsýni.
    Dómkirkjan á Alicante (San Nicolas) er ein af fjölmörgum fallegum einkennum borgarinnar og verður enginn svikinn af heimsókn í hana.
    Að endingu má nefna það sem ber við haf, fallega 7km langa sólarströndina og stórbrotna smábátahöfnina sem fær mann til að gleyma stað og stund.

 

Verslun
Fjölmargt er í boði þegar kemur að verslun á Alicante. Fjölmargar búðir hjá kaupmanninum á horninu, eins og sagt er, geyma mikið úrval af vörum á mjög góðu verði. Einnig eru stórar verslunarmiðstöðvar á Alicante og má þar helst nefna Plazamar 2 (www.plazamar2.com) en þar má finna fjölda verslana t.d. HM,  Zöru, Adidas ofl. Það tekur um fjórar mínútur að ganga frá hótelinu okkar í Plazamar 2. Um 30 mínútna gangur er í aðra stóra verslunarmiðstöð, GranVia (www.ccgranvia.com), og þar má m.a. finna Primark. Leigubíll þangað frá hótelinu kostar tæplega 10 Evrur. Fyrir sportunnendur má líka nefna Nike Outlet sem er rétt fyrir utan Alicante. Þar er boðið upp á Nike fatnað á mjög góðu verði.

 

Hótel Maya 
Hótel Maya er samstarfshótelið okkar. Frábærlega staðsett og vinalegt 3ja stjörnu hótel miðsvæðis á Alicante. Aðeins um 12 mínútna gangur er á ströndina og þar er oft mikið líf og fjör með lílegum börum og veitingastöðum. Kastalinn Santa Barbara er í bakgarði hótelsins og tekur um 30 mínútur að ganga upp á hæsta punkt til að njóta útsýnisins yfir borgina. Einnig er hægt að taka lyftu
upp sem kostar 2 Evrur. Nauðsynlegt er að fá sér göngutúr í Gamla bæinn sem er 15 mínútur frá hótelinu. Gestir okkar hafa ávallt verið ánægðir með hótelið og hrósað staðsetningu og þjónustu þess. Sundlaugagarðurinn er sérlega skemmtilegur og þar er frábært að vera í sólbaði og kæla sig svo reglulega í sundlauginni.

 

SkólaheimsóknirSp 40 20150610 095139-1
Leikur að læra er í frábæru sambandi við marga skóla á Alicante sem taka vel á móti íslensku skólafólki. Skólarnir eru mjög mismunandi  og gefa góða innsýn í þá fjölbreyttu flóru sem er í spænsku skólastarfi. Við bjóðum upp á heimsóknir í alþjóðlega og einkaskóla og ríkisrekna spænska skóla. Gestum gefst kostur á að skoða sig um og kynnast öðruvísi skólasamfélagi en þeir eru vanir. Við erum með túlka í þeim heimsóknum sem þarf og eru því skólaheimsóknir á okkar vegum eins og best verður á kosið.

 

Afþreying
Gönguferð í St.Barbara kastalann er innifalinn í ferðum hjá LAL. Þá göngum við frá hótelinu upp á hinn fornfræga kastala sem er kennileiti Alicante. Um 30 mín. gangur er upp í kastalann sem geymir flott útsýni yfir borgina og sjóinn. Þarna er skemmtilegt að sjá hvernig bærinn hefur stækkað og breyst frá 9. öld. Eftir þetta göngum við þaðan niður í hinn heillandi Gamla bæ sem er eins og leikmynd i Mama Mía. 
Lengd: 90 mín. Verð: Innifalið.


Tapas hjólaferð
Juan í Blue Bike býður upp á frábærar Tapas hjólaferðir um Alicante þar sem hann sýnir nokkrar leyndar perlur og segir okkur sögu borgarinnar. Á leiðinni er stoppað á þremur tapas stöðum þar sem er boðið upp á drykk og tapasrétt. Ath. að boðið er upp á áfenga drykki á stöðum 2 og 3 fyrir þau sem vilja. Blue Bike er hjólaleiga nálægt hótelinu og er Juan mjög skemmtilegur og fróður sögumaður.
Lengd 2,5 klst. Verð. 30 Evrur.


Sigling
Þátttakendur geta farið á eigin vegum til eyjunnar Tabarca. Eyjan er algjör ævintýraeyja sem einfalt er að heimsækja. Siglt er með lítilli ferju og tekur siglingin um hálftíma en bara sigling í Miðjarðarhafinu er upplifun út af fyrir sig. Dagsferðir til Tabarca eru mjög vinsælar enda kjörið að fara þangað til að skoða sig um eða liggja á ströndinni og slaka á.
Lengd: 10.00 - 17.00 (7 klukkustundir).  Verð 30 Evrur í ferjuna.

 

Fararstjórar Sp 79 20150611 173145-1
Aðalfarstjórar í ferðum Leikur að læra til Alicante eru Kristín og Nonni.  Þau hafa bæði mikla reynslu af fararstjórn og af vinnu með fólki. Auk þeirra er Mæja frá Ólafsfirði í sumum fararstjóri í sumum ferðum. Þau eru öll íþróttakennarar og skipuleggja að sjálfsögðu hina ýmsu íþróttaviðburði s.s. strandblaksleiki og minigolf. Þau eru alltaf til taks fyrir þátttakendur.

 

Gaman Ferðir
Leikur að læra er í samstarfi við Gaman Ferðir sem sjá um flugbókanir og að innheimta greiðslur. Okkar kona hjá Gaman Ferðum er Sísí. Hún er með netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Síminn hjá Gaman Ferðum er 560-2000.

 

Umsagnir þátttakenda

Frábærlega vel skipulögð ferð í alla staði. Það eina sem ég þurfti að hugsa um var að koma mínu fólki í rútuna á morgnana. Snilld að það sé búið að skipuleggja allt fyrir mann.“ Leikskólastjóri í Mosfellsbæ 

 

„Snilldar ferð með Leikur að læra þar sem fagmennskan og fjör var í fyrirrúmi.“

 

„Ein með öllu!“

 

„Fagleg og skemmtileg.  Skemmtilegt fannst mér að fá fylgd um skólann með 12 ára  nemendum og sjá hvað þeim fannst merkilegast við skólann sinn."

 

„Frábært að byrja sumarfríið í sólinni."

 

„Staðsetningin á hótelinu er fullkomin.“

 


Dagsetningar fyrir 2017 eru:
4.-8.april: UPPSELT
18.-22.apríl: UPPSELT
25.-29. apríl: UPPSELT

23.- 27.maí: UPPSELT
3. - 10.júní: UPPSELT
6.-10. júní: UPPSELT
10. - 15. júní: UPPSELT

Sp 71 20150611 155855-1

 

 

Sp 97 20150612 152257-1


 

 

  

  

Sp 101 20150612 155045-1

 

  

 

     

 

 

 

 

  

 

 

 

 

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: