Fyrirlesarar okkar

Við hjá Leikur að læra erum stolt af þeim aðilum sem halda námskeið í endurmenntunarferðum okkar enda um fagfólk að ræða með mikla reynslu á sínu sviði

 

 

Bryndís Jóna Jónsdóttir
Núvitund í lifi og starfi

Bryndís Jóna er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed. í grunnskólafræðum með áherslu á íþróttir og heilsu. Bryndís Jóna er viðurkenndur núvitundarkennari frá Breathworks samtökunum í Bretlandi og með kennaraþjálfun í núvitund frá Bangor University í Wales. Þá hefur hún skrifað námsefni í núvitund fyrir börn og unglinga auk þess sem hún hefur stýrt innleiðingu og þróun kennslu í núvitund og jákvæðri menntun í Flensborgarskólanum.

 

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir
Snjalltæki í skólastarfi

Bjarndís er hokin af reynslu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi. Hún lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum, með upplýsingatækni sem sérsvið, og starfaði sem kennari í 9 ár, aðallega við að kenna upplýsingatækni. Síðustu þrjú ár var hún stjórnarmeðlimur í 3f (félag um upplýsingatækni og menntun) og RANNUM (rannsóknarstofu í upplýsingatækni og menntun.) Í framhaldi af því hóf hún nám í Menntastjórnun og matsfræðum, með áherslu á nýsköpun og stjörnun, og mun ljúka MA prófi næsta sumar. Sumarið 2013 var hún einn af stofnendum UT-Torgs og hefur starfað sem verkefnastjóri allar götur síðan en helsta verkefni þess er starfsþróun kennara í upplýsingatækni. UT-Torg hefur haldið fjölmörg spjaldtölvunámskeið hjá endurmenntun HÍ, HA og einkafyrirtækjum. Bjarndís starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands og þar sem hún fæst við þróun kennsluhátta og upplýsingatækni í háskólakennslu. 

 

Jóhann Björnsson
Gagnrýnin hugsun og heimspekilegar samræður í skólastarfi

Heimspekingurinn okkar hann Jóhann lauk BA námi í heimspeki frá Háskóla Íslands. Eftir það náði hann sér í MA próf í sömu grein frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu. Síðan tók hann kennsluréttindi og hefur kennt við Réttarholtsskóla frá árinu 2001 að einum vetri undanskildum. Helstu kennslugreinar Jóhanns eru heimspeki, lífsleikni og þjóðfélagsfræði. Veturinn 2007-2008 starfaði Jóhann í fræsðludeild Alþjóðahúss og var hann með fræðslur í bæði fyrirtækjum og skólum um fordóma og fjölmenningu. Oftar en ekki var hann beðinn um að koma með fræðslu þar sem samskiptaerfiðleikar voru á milli útlendinga og Íslendinga.
    Heimspekin er helsta áhugamál Jóhanns og þá einkum það sem kallast hversdagsheimspeki (e. popular philosophy) sem er heimspeki með almenningi þar sem engrar kunnáttu er krafist af almenningi til þess að geta stundað saman heimspeki. Heimspeki með börnum, heimspekikaffihúsið og heimspekileg ráðgjöf eru dæmi um hvernig stunda má hversdagsheimspeki.

 

Kristín Einarsdóttir
Leikur að læra - Grunnnámskeið

Kristín er stofnandi og eigandi Leikur að læra. Hún útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni árið 1992 og lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum frá K.Í. árið 1995. Fyrstu árin eftir útskrift kenndi hún við Fellaskóla á Fljótsdalshéraði. Eftir það flutti hún til Noregs þar sem hún nam grunnfræði í ferðaþjónustu og starfaði í faginu um leið. Árið 2005 byrjaði hún að kenna við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og kenndi þar bókleg fög, dans og leiklist og fór að fikra sig áfram með Leik að læra. Hún flutti sig yfir í Krikaskóla þegar hann opnaði haustið 2009. Þar opnaðist henni nýr heimur þegar hún byrjaði að kenna 2 - 10 ára börnum bæði bókleg fög og íþróttir.


Sarah Jane Anthony
Einu sinni var

Sarah Jane Anthony er breskur leik- og grunnskólakennari. Hún hefur mikla reynslu af kennslu yngstu barnanna og hefur kennt í breskum skólum víðs vegar um Evrópu. Kings Collage á Alicante naut starfskrafta hennar um árabil þar sem hún var deildarstjóri. Fyrir fjórum árum lét hún svo drauminn rætast þegar hún stofnaði sinn eigin enskuskóla Smartenglish en hann er fyrir spænsk börn og er skólinn á Alicante. Þar kennir hún eingöngu í gegnum skapandi kennsluaðferðir. Námskeiðið Einu sinni var er haldið í skóla hennar og að sækja hann heim er upplifun út af fyrir sig.

 

Laura López Martínez 
Hópefli og tilfinningagreind

Laura er frá Alicante og er sérfræðingur í tilfinningagreind og jákvæðri sálfræði sem hefur starfað við kennslu í tilfinningagreind frá 2013. Hún hefur náð góðum árangri og vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og fjölmörgum menntastofnunum í Alicante sýslu. Laura hefur einnig starfað í Marokkó, Indlandi og með Leikur að læra á Spáni. Hún starfaði í tvö ár með Sameinuðu Þjóðunum í Mexíkó sem fulltrúi fyrir réttindum kvenna í Chiapas héraði og tók einnig þátt í starfi UNIFEM fyrir konur í Panama.

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: