Hvað er Leikur að læra?

 DSC1616

Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt.

 

Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri.  Leikur að læra er að mestum hluta kennarastýrður leikur en þar sem frjálsi leikurinn fær sitt rými.  

 

Kennarinn getur nýtt sér einstaka hugmyndir Leikur að læra eða farið skref fyrir skref eftir heildstæðum kennsluáætlunum aðferðarinnar.  Leikur að læra hentar því fyrir reynda kennara og óreynt starfsfólk.

 

Leikur að læra er ekki ein bók, eitt spil eða ein námsgrein. Leikur að læra er kennslustíll.  Kennari sem hefur tileinkað sér kennsluhætti Leikur að læra fer að hugsa námsefnið út frá öðru sjónarhorni – frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Með því að nota kennsluaðferð Leikur að læra höfum við áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda okkar til framtíðar. Þau venjast því að standa upp og hreyfa sig reglulega og sjá að það er viðurkennt að við lærum á mismunandi hátt.

 

 DSC2601

Leikur að læra er aðferð sem hentar með öllum kennsluaðferðum, í hvaða fagi sem er. Þínir nemendur munu elska Leikur að læra og njóta þess að hreyfa sig og læra samtímis. 

 

Leikur að læra leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra og er með tvo ólíka snertifleti við skólastigin sem miða bæði að því að gera foreldra meðvitaða um það hvað börnin eru að vinna við í skólanum og hvernig hægt er að læra í gegnum hreyfing og mismunandi skynfæri.

 

  •  

 

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: