Hver erum við?

Kristín mynd

Kristín Einarsdóttir útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1992 og með B-Ed í grunnskólakennarafræðum frá K.Í. árið 1995. Fyrstu 3 árin eftir útskrift kenndi hún við Fellaskóla á Héraði. Flutti svo til Noregs þar sem hún var að nám og starf við ferðaþjónustu.  Árið 2005 byrjaði hún að kenna við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og fór að fikra sig áfram með Leikur að læra". Kenndi þar bókleg fög, dans og leiklist.  Hún flutti sig yfir í Krikaskóla þegar hann opnaði haustið 2009.  Þar opnaðist nýr heimur þegar hún byrjaði að kenna 2 - 10 ára börnum bókleg fög og íþróttir.  Kristín er stofnandi og eigandi Leikur að læra".

 

 

 

Gugga2

Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir er leik- og grunnskólakennari með M.Ed. í náms- og kennslufræði frá Menntavísindasviði H.Í. Hún hefur starfað við almenna kennslu bæði á leik- og grunnskólastigi undanfarin 20 ár og í seinni tíð við leikskólaráðgjöf. Guðlaug hefur sérhæft sig í þróun læsis og lestrarkennslu og lagt metnað í að samþætta leik og læsishvetjandi námsumhverfi. Hún starfar nú við eigið fyrirtæki GSJ námsgögn og vinnur að gerð íslenskra námsgagna og veitir leikskólum, grunnskólum og foreldrum ráðgjöf um ráðgjöf um læsi ungra barna.

Útgefið efni:

Heilsustefnan: Heilsuleikskólinn Urðarhóll, 2006.

Veiðirím, 2010. Námsspilið. Endurútgefið 2014.

Er þetta stafurinn minn?" Handbók um læsi ungra barna, 2014

Krossgátur og orðfimi, læsishvetjandi efni fyrir 6 -10 ára

 

VédisVédís Grönvold er með íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands og B.Ed í grunnskólakennarafræðum frá KHÍ. Eftir nokkur ár við íþrótta- og grunnskólakennslu hóf hún nám við HÍ og lauk þaðan meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum. Eftir að hafa unnið að úttektum á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla og sem deildarstjóri í Útlendingastofnun fór hún til Cambridge og lauk þar meistaragráðu í menntarannsóknum frá University of Cambridge. Hún hefur síðan unnið sem sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og sem kennslustjóri við Háskólann í Reykjavík. Védís hefur kennt fullorðnum líkamsrækt nær samfellt í yfir 20 ár.

 

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: