Áskriftarvefur

Áskrift af vef                                                                                                               Aðgangur að vefnum www.leikuradlaera.is gefur kennurum aðgang að fjölda hugmynda um það hvernig hægt er auka kennslu í gegnum leik, hreyfingu og skynjun á einfaldan og aðgengilegan hátt.  Sjá nánar hér fyrir neðan.  Hægt er að gerast áskrifandi gegnum hnapp á forsíðu eða senda póst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Æfingasafn
Æfingasafnið inniheldur margar skemmtilegar æfingar fyrir íslensku (hljóða- og stafakennslu), stærðfærði og fleiri fög.  Virkni þess má sjá nánar HÉR

 

Skólastofuleikfimi 
Skemmtilegar og hressandi hléæfingar fyrir káta krakka  á aldrinum 2 - 12 ára. Æfingarnar eru framkvæmdar við undirleik hvetjandi tónlistar og farið eftir heyrnrænum skilaboðum. Hver æfingaáætlun er um fimm mínútna löng og enda þær allar á þægilegri slökun. Æfingaáætlanir fyrir yngstu börnin eru hugsaðar til að gera úti á gólfi en taka samt ekki mikið pláss. Æfingar fyrir eldri börnin eru gerðar við borð og eru fáanlegar bæði á íslensku og ensku.  

Skólastofuleikfimin hét áður Nám og hreyfing-skólastofuleikfimi og er námsefni sem hefur notið mikilla vinsælda í yfir 20 ár.  

Til að heyra sýnishorn af þessum skemmtilegum æfingum má ýta HÉR.

 

Fræðslumyndbönd
Hér er hægt að sjá á líflegan hátt hvernig hægt er að byrja að kenna bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun.

  

synishorn margfoldun

Skjöl til að prenta
Á áskriftarvef Leikur að læra mikið magn af tilbúnum skjölum sem hægt er að prenta út og nota á skipuagðan hátt í leiki.  Þessi skjöl eru byggð upp á skipulegan hátt og spara kennurum mikinn tíma í undirbúning. Hægt er að nota skjölin í íslensku, stærðfræði og margt annað.


Leikir fyrir samverukrók - 10 mín í krók
Lítið skiptir máli er eitt af gildum Leikur að læra. 10 mín í krók eru skemmtilegir leikir sem auðvelt er að gera í samverukrók með nemendum á öllum aldri. Þær eru sérstaklega hugsaðar til að þjálfa huga og hönd og þau markmið sem unnið er með hverju sinni.  Skemmtilegir leikir og æfingar sem gott er að  hafa við höndina í króknum.  Þessar æfingar krefjast ekki margra áhalda, aðeins smádóts svo sem tölu- eða bókstafa.

 

Leikir fyrir samskipti - skiptileikir  MG 0074

Skiptileikir eru leikir sem eru hugsaðir til að þjálfa félagsleg markmið, samskipti og vitsmunalega þætti og til að skipta nemendum á mismunandi vegu. Skiptileikir henta einstaklega vel í tungumálakennslu þar sem nemendur þurfa að tala hver við annan til þess að leikurinn gangi upp. Leiknum má skipta upp í þrjá hluta:

 

- Samtalið. Þjálfar samskipti, félags- og vitsmunaleg markmið.

 

- Pörun, hópaskipting. Nemendur skipta sér upp í hópa eftir ákveðnum fyrirmælum.  Þjálfar vitsmunalega þætti.

 

- Líkamlegur þáttur. Þjálfar líkamlega þætti.  

 

Ferðamátar, mismunandi leiðir til hreyfingar 
Leikur að læra skiptir áherslum sínum í tvo meginþætti, vitsmunalega og líkamlega.  Líkamlegi þátturinn eru þær mismunandi hreyfingar/ferðamátar sem nemendur gera til að ferðast á milli í leikjum.  Mikilvægt er að kennarar noti mismunandi ferðamáta í kennslunni til að nemendur fái sem fjölbreyttasta líkamlega þjálfun og hreyfireynslu.  Á áskriftarsíðunni eru mismunandi ferðamátar kynntir til sögunnar.

 

Verð á ársáskrift er 45.000.

Hægt er að gerast áskrifandi gegnum hnapp á forsíðunni eða með því að senda póst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: