Leikur að læra fyrir leikskóla

 Leikur að læra liðið

Leikur að læra -  er með leið sem leikskólar geta valið að fara til að auka gæði leikskólastarfs.  Leikskólinn þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem öll hvetja til markvissrar og faglegrar kennslu í gegnum leik.

LALliðið

 

 

 Leikur að læra liðið, aukin gæði í skólastarfi.

Aðgangur að vef.  Ótakmarkaður aðgangur að áskriftarsíðu www.leikuradlaera.is.  Mikið af leikjum, skólastofuleikfimi, tilbúnum skjölum sem einfalt er að nota til að fá hugmyndir af leikjum til að nota í kennslunni.  Frábært verkfæri.

 MG 0039

 

Hausthvatning.  Leikur að læra kemur í skólann með hausthvatningu til starfsfólks.   Þar er farið í gegnum hvað Leikur að læra stendur fyrir, farið yfir foreldraverkefnið, veturinn skipulagður og starfsfólki komið í gírinn fyrir veturinn.

Work shop -  vinnustofa.  Fyrsta föstudag í nóvember á ári hverju hittast skólar sem vinna eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra, bera saman bækur sínar og koma með sögur úr sveitinni.  Þarna er frábær grundvöllur til að miðla því sem við erum að gera, miðla nýjum hugmyndum sem hafa kviknað á hverjum stað og nýir leikir kenndir.   Leikur að læra kynnir einnig sínar nýjungar.  Sankölluð árshátíð hjá Leikur að læra.

Nýliðanámskeið.  Einu sinni á ári heldur Leikur að læra námskeið fyrir nýtt starfsfólk skóla sem eru í Leikur að læra liðinu. Þannig fá allir sem eru að vinna með börnum í leikskólunum sama grunn og vita út á hvað Leikur að læra gengur.  Þetta þýðir að allt starfsfólk er að kenna eftir sömu aðferðum og það eykur gæði skólastarfs.

Heildstæð kennsluaðferð.  Skólar í Leikur að læra liðinu fá aðgang að einstökum kennsluáætlunum fyrir leikskóla.  Þær innihalda nákvæmt yfirlit og lýsingu á því hvernig hægt er að kenna markvisst í gegnum leik og hreyfing tvisvar í viku og hvaða foreldraverkefni passa þeim námsþætti sem unnið er með hverju sinni.  Áætlununum er skipt í stig eftir aldri nemenda.  Hvert stig eru sex lotur þar sem hver lota eru 4 vikur.  Í boði er eitt undirbúningsstig og þrjú stig í íslensku. Þrjú stig í stærðfræði koma út 2017.  

Aðstoð sérfræðingaLeikur að læra býður skólum sínum upp á ótakmarkaðan aðgang að sérfræðingum Leikur að læra í gegnum tölvupóst.

 

Leikskólar sem eru í Leikur að læra liðinu.

 • Kenna a.m.k. tvisvar í viku í gegnum leik og hreyfingu - stórleikur.
 • Kenna tvisvar í  viku í gegnum leik og hreyfingu í samverustund.
 • Nota foreldraverkefnið  Á leið inn a.m.k. tvisvar í viku.

 

Leikskólar í Leikur að læra liðinu.

 • Setja a.m.k. tvisvar á mánuði í 3  mánuði á önn fréttir af kennslu í gegnum leik á heimasíðu skólans. 
 • Geta þess í námskrá að kennt sé eftir hugmyndum Leikur að læra
 • Hafa logo Leikur að læra sýnilegt á heimasíðu sinni 
 • Einu sinni á ári er foreldrum send einföld könnun um álit þeirra á Leikur að læra

 

Leikur að læra ...

 • Veitir eftirfylgni í gegnum heimasíðu leikskólans                                                                                                                    
 • Er alltaf til staðar sem ráðgjafi fyrir leikskólann
 • Kemur árlega með klukkustunda hausthvatningu í leikskólann                          
 • Heldur nýliðanámskeið fyrir alla nýja starfsmenn leikskólans                                                                                          
 • Heldur faglegan sameiginlgan vinnudag með öllum skólum í LAL liðinu                                                                            
 • Gefur út heildstæða kennsluáætlun í íslensku og stærðfærði sem einungis LAL skólar hafa aðgang að                      
 • Senda LAL skóum hvetjandi og fræðandi plaköt tvisvar á ári.

 

 

:Leiðin að LAL

Hafðu samband

Sími:
899-0768
Netfang:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefsíða:
www.leikuradlaera.is

Okkar markmið

Markmið Leikur að læra er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri til að læra í gegnum leiki og hreyfingu.  Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfing gefur og geta nýtt sér í framtíðinni.

Fylgstu með okkur: